top of page
Search

Það jákvæða við streitu:

👍 Streita getur verið mjög hvetjandi.

Þegar þú stendur frammi fyrir krefjandi verkefni eða þarft að ná ákveðnum tímamörkum getur álagið og pressan virkað mjög hvetjandi. Hófleg streita styrkir tengsl taugafrumna í heilanum, bætir minni og athygli og hjálpar þér að verða afkastameiri og ná fram betri frammistöðu. Það skýrir hvers vegna margir eru afkastamestir rétt áður en skilafrestur rennur út!


👍 Streita getur aukið seiglu og getu til að leysa vandamál.

Þegar þú stendur frammi fyrir streituvaldandi aðstæðum fer heilinn í akkorð við að finna lausnir og aðferðir til að yfirstíga hindranir. Þessi aukni styrkur hugans gerir þér kleift að hugsa út fyrir rammann og finna góðar eða óhefðbundnar lausnir á vandanum. Þannig eykur þú seiglu þína og hæfni til að tækla vandamál.


👍 Streita getur eflt tengsl og bætt sambönd.

Á erfiðum tímum, s.s. við veikindi, slys eða náttúruhamfarir, treystum við gjarnan á stuðning annarra. Erfiðar streituvaldandi aðstæður geta því átt þátt í að þjappa fólki saman og efla samúð og samkennd milli manna. Við þetta eflast tengsl og samskipti dýpka og styrkjast.


👍 Streita getur styrkt sjálfstraustið og stuðlað að persónulegum vexti.

Þegar við stöndum frammi fyrir erfiðum streituvaldandi áskorunum ýtir það okkur út fyrir þægindarammann og neyðir okkur til að takast á við aðstæður. Þannig kynnumst við viðbrögðum okkar, styrkleikum og veikleikum. Slíkur sjálfsskilningur eflir sjálfstraustið og leiðir til persónulegs þroska og vaxtar.


👍 Bráð streita getur bætt hugræna virkni.

Langvarandi streita er þekkt fyrir að valda miklum heilsufarsvandamálum, en bráð streita getur í tilfellum verið góð fyrir okkur. Sýnt hefur verið fram á að þessi styttri augnablik streitu sem þú sigrast fljótt á geti hjálpað til við að búa til nýjar heilafrumur sem bæta vitræna frammistöðu og minni, áhrif sem koma fram að tveimur vikum liðnum og bæta m.a. lærdómshæfileka okkar. Þetta er algerlega andtætt við það sem gerist við langvarandi streitu.


Fyrir spurningar um streituráðgjöf, streitumarkþjálfun, úrvinnslu streitu eða leiðir til að forðast streitu skrifaðu mér á streita@streita.is og finnum tíma fyrir frítt og óskuldbindandi símtal.

 
 
 

Comments


Streita og streitustjórnun

Stórhöfða 21, 2. hæð

110 Reykjavík

Sími: 778-0775 

Netfang: streita@streita.is

  • Facebook
  • Instagram
  • LinkedIn

Streita.is © 2024  |  Allur réttur áskilinn

BE Ráðgjöf ehf., kt: 631121-0710, VSK númer: 143045

bottom of page