Streituráðgjöf
Einstaklingar:
Streituráðgjöf er fyrst og fremst fræðsla þar sem við skoðum streituástand þitt og þú færð fræðslu um streituviðbrögð líkamans, hvernig þau virka og hvaða áhrif þau hafa til lengri tíma litið. Jafnframt færðu ráð um hvernig þú getur unnið með streituna þína með það fyrir augum að komast í betra jafnvægi.
Fyrirtæki og stofnanir:
Boðið er upp á ráðgjöf til fyrirtækja og stofnanna ásamt fyrirlestrum um streitu og áhrif hennar á einstaklinginn og starfsumhverfið. Þar er ýmist um að ræða erindi um streitu, streitustjórnun og streituúrvinnslu miðaða að öllum starfsmannahópnum eða fyrirlestra sérsniðna að ákveðnum hópum s.s. stjórnendum. Þá er streitan t.d. skoðuð og rædd út frá álagi á stjórnendur og hvaða bjargráð þeir hafa sem og hvernig þeir geta áttað sig á og stutt starfsmenn þeirra sem líða af streitu og álagi.
Boðið er upp á einkafundi í streituráðgjöf eða i gegnum fjarfund á Teams.
Streitustjórnun
Hvað færð þú út úr einstaklingsnámskeiði í streitustjórnun:
-
Þú kemst í jafnvægi á ný.
-
Þú lærir að þekkja streitueinkennin þín, hvernig þau eru og hvað þau þýða.
-
Þú lærir að skilja streituvaldana í lífi þínu og hvernig má vinna úr þeim.
-
Þú öðlast verkfæri og færni til að takast á við streitu.
-
Þú nærð tökum á streitustjórnun til framtíðar.
-
Þú færð einstaklingsþjónustu sérstaklega miðaða að þínum streituvanda.
-
Boðið er upp á einkafundi á stofu eða í gegnum fjarfund.
Einstaklingsmiðuð úrvinnsla
Persónulegt einstaklingsnámskeið í streitustjórnun snýst um fræðslu ásamt einstaklingsmiðaðri úrvinnslu á streitu og afleiðingum hennar. Hér greinum við streituvalda þína, orsakir þeirra og áhrif streitunnar á líf þitt, þ.e. hvernig streitan birtist þér og hver einkenni þín eru. Samhliða streituúrvinnslu leiði ég þig í gegnum ferli þar sem þú öðlast skilning á málunum, lærir leiðir til að efla streituvarnir líkamans og færð fjölda verkfæra til að takast á við streituna svo líf þitt komist í jafnvægi á ný. Við vinnum bara tvö saman og áherslan er öll á að hjálpa þér út úr streitunni og í átt að betra jafnvægi.
Þríþætt Aðferðafræði:
-
Streitulosun – þar sem unnið er að því að róa streitukerfið og koma líkamanum í jafnvægi á ný.
-
Fræðsla og ráðgjöf um streitu og streitustjórnun.
-
Persónuleg streituúrvinnsla - þar sem unnið er úr persónulegum streitutengdum áskorunum hvers og eins.
Vísindalega staðfest
Aðferðafræðin var prófuð vísindalega með góðum árangri í COPESTRESS rannsókninni sem leidd var af Dr. Bo Netterstrøm við Bispebjerg sjúkrahúsið í Kaupmannahöfn. Um er að ræða sannreynda streituúrvinnslu, fræðslu og streitustjórnun til framtíðar – sjö skipta ferli sem sýndi einkar mikinn árangur einstaklinga í að ná tökum á streitu.
Þegar um var að ræða aðila sem voru veikindaskráðir vegna streitu sýndi rannsóknin að með þessari aðferðafræði komust veikindaskráðir fyrr til starfa á ný.
Boðið er upp á einkafundi á stofu eða í gegnum fjarfund á Teams.
Fyrirlestrar og vinnustofur
Fyrirlestrar og vinnustofur eru sérsniðnar eftir þörfum hvers hóps eða fyrirtækis fyrir sig og taka mið af óskum hverju sinni.
Fyrir nánari upplýsingar hafið samband á streita@streita.is
Námskeið
Upplýsingar um fyrirhuguð námskeið munu birtast hér.
Viltu fá nánari upplýsingar?
Settu inn nafn, símanúmer og netfang og ég hef samband við fyrsta tækifæri.