Ég hjálpa fólki að takast á við streitu og kenni leiðir til að verjast og stjórna streitu til frambúðar.
Bára Einarsdóttir, streituráðgjafi, rekur Streitu og streitustjórnun og sérhæfir sig í að hjálpa einstaklingum og hópum að vinna sig út úr streituvaldandi aðstæðum, endurheimta jafnvægi og byggja upp varanlega færni til að takast á við streitu til framtíðar.
Aðferðafræðin sem ég vinn eftir er rannsökuð og sannreynd og byggir á þríþættri nálgun:
✔ Streitulosun – aðferðir til að draga úr líkamlegri og andlegri spennu.
✔ Fræðsla og ráðgjöf – aukin vitund og skilningur á streitu og áhrifum hennar.
✔ Persónuleg streituúrvinnsla – sérsniðnar lausnir byggðar á aðstæðum hvers og eins.
Við getum ekki forðast streitu alveg, en við getum lært að stjórna henni og dregið úr neikvæðum áhrifum hennar. Markmið mitt er að veita fólki verkfæri og færni til að takast á við streitu á áhrifaríkan hátt og öðlast færni til að takast á við streitu til framtíðar.
.jpg)
Hver er Bára
Ég hef víðtæka reynslu af því að vinna með fólki að persónulegum og starfstengdum verkefnum sem stuðla að uppbyggingu og vexti. Reynslu mína hef ég sótt víða en ég hef starfað á breiðum vettvangi bæði sem stjórnandi, ráðgjafi og markþjálfi. Ég er menntuð í viðskiptum með áherslu á mannauðsstjórnun og er vottaður streituráðgjafi frá Forebyg Stress í Danmörku þar sem ég lærði undir handleiðslu Bjarne Toftegård, eins fremsta streitusérfræðings Dana. Ég hef einnig lokið ICF-vottuðu ACC-markþjálfanámi og námi í heilsumarkþjálfun, auk þess að hafa unnið með aðferðarfræði markþjálfunar síðan 2015.
Ég elska að sjá fólk eflast og finna til sín, hef ástríðu fyrir framgangi fólks og fyrirtækja og finn mikla hvatningu í að styðja aðra til vaxtar og ná markmiðum sínum.
Þegar ég féll fyrir streitu
Sjálf hef ég reynslu af því að falla illa fyrir streitu og vinna mig út úr miklu streituástandi og þekki af eigin raun hvernig hún getur rænt mann sjálfstrausti, orku og lífsgæðum. Ég var í annasömu stjórnunarstarfi, fyrirtækið að ganga í gegnum miklar breytingar, ég vann langa vinnudaga og var búin að ganga mjög á sjálfa mig. Ég var komin með allskonar einkenni, þar á meðal stöðugan hnút í brjóstinu og ég fann reglulega fyrir öndunarerfiðleikum. Mér fannst ég ráða vel við aðstæður þó ég hefði mikið að gera og taldi mér trú um að ég væri alveg að komast í gegnum þetta. Einn daginn þurfti ég hins vegar að leita til læknis, þá komin með töluverða öndunarerfiðleika og upplifði mikla streitu en engan vegin tilbúin til að horfast í augu við stöðuna. Ég hafði alltaf þolað álag vel og taldi að svo myndi einnig vera nú. Þarna var líkaminn hins vegar farin að svara streitunni svo hressilega að ég fékk lítið val og var að sjálfsögðu „tekin úr umferð“.
Áfallið
Þetta var mér mikið áfall - ég elskaði starfið mitt, vann hjá frábæru fyrirtæki og taldi mig alls ekki svona illa stadda - en þetta vakti mig til umhugsunar. Smátt og smátt áttaði ég mig á því að ég hafði til langs tíma „fórnað“ sjálfri mér í mikilli vinnugleði og alls ekki hugað að eigin heilsu eða jafnvægi.
Heilsutengd streita
Auk vinnutengdrar streitu hef ég einnig töluverða reynslu af heilsutengdu álagi, bæði persónulega en einnig í gegnum alvarleg veikindi náins fjölskyldumeðlims. Sjálf hef ég greinst með brjóstakrabbamein og höfuðæxli og farið í viðeigandi skurðaðgerðir og eftirmeðferðir vegna þess. Einnig á ég dreng sem fæddur er með skarð í vör og klofinn góm og þekki því vel álagið sem er á foreldra og fjölskyldur í tengslum við veikindi og skurðaðgerðir barna.
Líf í jafnvægi
Persónuleg reynsla mín á sviði álags og streitu er því orðin allnokkur. Það var samt ekki fyrr en ég fór að kynna mér streitustjórnun og leiðir til að takast á við álag að ég áttaði mig fyrir alvöru á því hve mikil og skaðleg áhrif streita getur haft á líf fólks. Þegar ég öðlaðist skilning á streitunni og því sem raunverulega gerist lífefnafræðilega í líkamanum varð ég algerlega hugfangin af efninu. Þá skildi ég einnig að streita þarf ekki að vera nauðsynlegur fylgifiskur í lífinu og að hún á alls ekki að vera norm. Það er svo ótalmargt sem við getum gert til að vinna með eða koma í veg fyrir streitu og fyrirbyggja hana til framtíðar, því þegar við höfum skilning á streitunni og öðlumst verkfæri til að beita gegn henni er svo miklu auðveldara halda lífi okkar í jafnvægi.
Menntun og réttindi
Nánari upplýsingar um menntun mína og réttindi:
-
MBA með áherslu á mannauðsstjórnun frá Háskólanum í Reykjavík.
-
BA í auglýsinga- og markaðsfræði frá San Jose State University í Kaliforníu.
-
Sjúkraliði frá Verkmenntaskóla Akureyrar.
-
Streitumarkþjálfi frá Forebyg Stress ApS. í Danmörku.
-
Markþjálfi frá Evolvia ehf.
-
Heilsumarkþjálfi frá Institute for Integrative Nutrition í New York.
-
Reykleysisráðgjafi frá Kræftens Bekæmpelse (dönsku Krabbameinssamtökunum).
Umfram þetta hef ég sótt fjölda námskeiða og ráðstefna, bæði hér á landi og erlendis, á sviði stjórnunar, hvatningar og eflingar mannauðs, álags í starfsumhverfi, streitu og streitutengd málefni o.fl.
Frekari upplýsingar um menntun mína og fyrri störf má nálgast hér: LinkedIn
Þagnarskylda
Sem streituráðgjafi og markþjálfi starfa ég eftir reglum alþjóða samtaka markþjálfa (ICF - International Coaching Federation) og er bundinn trúnaði um allt sem okkur fer á milli. Þetta þýðir að þú getur talað við mig í trausti þess að það sem við ræðum er einungis á milli okkar. Ég mun ekki miðla neinu áfram, ekki heldur til vinnuveitenda eða annarra, jafnvel þó þeir greiði fyrir samtölin þín nema skv. þinni ósk eða með þínu samþykki.

Svanberg Halldórsson
“Þvílík lukka að hafa fengið tækifæri í gegnum vinnuna til þess að þiggja streituráðgjöf frá Báru. Hún hjálpaði mér mjög mikið. Persónuleg og góð nálgun.
Ég mæli svo sannarlega með streitu-námskeiðinu hjá Báru.
Takk fyrir mig!"
Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir, mannauðsstjóri
"Streituráðgjöfin hjá Báru hjálpaði mér að ná fókus og setja mér markmið til framtíðar. Ég fékk fullt af verkfærum til að nota í daglegu lífi til að draga úr streitu.
Bára er ótrúlega hvetjandi, skemmtileg og frábær markþjálfi og stjórnendaráðgjafi.
Ég mæli 100% með Báru!"
Nafnlaus umsögn
“Ef þú finnur að þú ert ekki að ráða við streituvalda í þínu lifi þá mæli ég eindregið með þessu.”