top of page
Search

Til þeirra sem vinna of mikið.

ree

Hið fullkomna jafnvægi milli vinnu og einkalífs, sé það yfirhöfuð til, snýst ekki endilega um hvenær og hvernig við vinum heldur frekar hvers vegna við höfum tilhneigingu til að vinna mikið.


Margir sem ég hitti og eru að glíma vi streitu elska vinnuna sína en spyrja sig samt; „Af hverju er ég að vinna svona mikið“, „Hverju skilar þessi vinna mér?“, „Hvaða áhrif hefur þetta á heilsufar mitt og lífsgæði?“ og „Er þetta þess virði?“


Fjöldi fólks í góðri vinnu er að leita sér að nýju starfi eða eru að íhuga að skipta um starf. Er það að miklu leyti vegna þess að fólk upplifir stöðugt álag og annríki, endalausar kröfur (ýmist frá sjálfum sér eða starfsumhverfinu), mikil streitueinkenni og jafnvel bugun eða kulnun. Þarna koma streituviðbrögðin okkar fram, að berjast eða flýja. Margir velja að „flýja“ frá annars frábærum störfum og fyrirtækjum í stað þess að taka á vandanum – sem þarf alls ekki að vera flókið mál.

 

Það eru til fullt af einföldum leiðum og góðum verkfærum til að takast á við þetta álag, fara að njóta vinnunnar á ný ásamt því að fá meiri tíma fyrir sjálfan sig og fjölskylduna. Að finna jafnvægi á milli vinnu og einkalífs er EKKI þitt einkamál, það er bæði þér og fyrirtæki þínu fyrir bestu.


Taktu á streitunni áður en streitan nær tökum á þér.


Fyrir streituráðgjöf eða streitumarkþjálfun, sendu mér skilaboð eða skrifaðu mér á bara@baraeinars.is Einnig ef þú hefur spurningar um streitu, streitustjórnun og vilt læra leiðir til að forðast streitu.


 
 
 

Comments


Streita og streitustjórnun

Stórhöfða 21, 2. hæð

110 Reykjavík

Sími: 778-0775 

Netfang: streita@streita.is

  • Facebook
  • Instagram
  • LinkedIn

Streita.is © 2024  |  Allur réttur áskilinn

BE Ráðgjöf ehf., kt: 631121-0710, VSK númer: 143045

bottom of page