top of page
Search

Stöðugt samviskubit og leiðin út úr því

Updated: Feb 9


ree

Oftar en ekki á samviskubit rætur sínar að rekja til ótta, leiðinlegs dragbíts sem gjarnan stýrir okkur. Við óttumst að bregðast öðrum, óttumst að vera dæmd og óttumst að standa ekki undir væntingum.


Þegar við upplifum samviskubit er það gjarnan tengt ótta okkar gagnvart áliti annarra - hvaða álit eða ímynd þau kunna að hafa á okkur - og byggir í raun eingöngu á því hvernig álit við HÖLDUM að þau HUGSANLEGA hafi á okkur. Vorum við að bregðast? Erum við misheppnuð í þeirra augum? Erum við ekki að standa okkur? …og þess háttar hugsanir.


Þessar stöðugu áhyggjur af áliti annarra ala á streitu og vanmætti og stuðla að enn frekari vítahring samviskubits og ótta sem svo ýtir undir enn meiri streitu hjá okkur.


Það er ákveðin frelsun gagnvart þessum vítahring þegar við viðurkennum og skiljum að við getum ekki stjórnað því hvernig aðrir sjá okkur. Við getum hins vegar stjórnað því hvernig við komum fram við okkur sjálf. Í stað þess að stýrast af ótta og samviskubiti getum við ákveðið að sýna okkur sjálfum umhyggju, mildi og skilning.


Þegar við látum okkar eigið gildismat ráða för og losum okkur undan óttanum við dóm eða álit annarra drögum við jafnframt úr streitunni sem samviskubitið veldur. Þá losum við okkur einnig úr fjötrum þess mikla álags sem fylgir því að þurfa stöðugt a standa undir væntingum annarra.


Stöðugt samviskubit er einkennandi fyrir marga sem eru að glíma við álag og streitu. Ekki festast í þessum vítahring (þú átt það ekki skilið svo frábær sem þú ert), lærðu einfaldar leiðir til streitustjórnunar og þú bætir líðan þína til muna.


Fyrir spurningar um streituráðgjöf, streitumarkþjálfun eða leiðir til að forðast streitu til framtíðar, hafðu samband á streita@streita.is.


Bára Einarsdóttir, streituráðgjafi.


Mynd: Nik Shuliahin af Unsplash

 
 
 

Comments


Streita og streitustjórnun

Stórhöfða 21, 2. hæð

110 Reykjavík

Sími: 778-0775 

Netfang: streita@streita.is

  • Facebook
  • Instagram
  • LinkedIn

Streita.is © 2024  |  Allur réttur áskilinn

BE Ráðgjöf ehf., kt: 631121-0710, VSK númer: 143045

bottom of page