top of page
Search

Streita, fitusöfnun og kviðspik.

ree

Það kann að hljóma undarlega en streita spilar stórt hlutverk þegar kemur að mittismáli og möguleika á að grennast. Fjöldi rannsókna hafa sýnt hvernig langvarandi streita leiðir til viðvarandi hækkunar á streituhormóninu kortisól í líkamanum en kortisól er þekkt fyrir að valda aukinni kviðfitu auk þess sem það kann að leiða af sér óútskýrða þyngdaraukningu.

 

Ef þú tekur á streitunni stöðvar þú þetta ferli, kortisólið í líkamanum fellur (sem hefur áhrif á blóðsykur, sem hefur áhrif á insulinframleiðslu, sem hefur áhrif á fitusöfnun), þér fer þér að líða miklu betur og þú öðlast meiri lífsgæði.

 

Streitumarkþjálfun er heildstætt ferli sem byggir á þremur þáttum og hjálpar þér að vinna úr streitunni til að komast í jafnvægi á ný:

  1. Streitulosun – þar sem unnið er að því að draga úr streitu, róa streitukerfið og koma líkamanum í jafnvægi á ný.

  2. Markþjálfun - þar sem unnið er úr streitutengdum áskorunum.

  3. Fræðslu og ráðgjöf um streitu og streitustjórnun – þar sem þú færð verkfæri og lærir aðferðir sem tryggja þér streitustjórnun til framtíðar.

 

Taktu á streitunni, þér getur liðið svo miklu betur.

 

Skrifaðu mér á streita@streita.is til að fá frekari upplýsingar.




 
 
 

Comments


Streita og streitustjórnun

Stórhöfða 21, 2. hæð

110 Reykjavík

Sími: 778-0775 

Netfang: streita@streita.is

  • Facebook
  • Instagram
  • LinkedIn

Streita.is © 2024  |  Allur réttur áskilinn

BE Ráðgjöf ehf., kt: 631121-0710, VSK númer: 143045

bottom of page