top of page
Search

Finnst þér þú stundum vera að bresta?

Updated: Dec 31, 2024

Þegar streitan er að buga mann

Losaðu þig við streituna á nýju ári.

Streita er eðlilegt og náttúrulegt viðbragð líkamans við álagi og áskorunum. Oftast er hún saklaus fylgifiskur daglegs lífs og hverfur með hvíld og endurheimt. En þegar streita fær að grassera og verður langvarandi, getur hún smám saman haft alvarleg áhrif á líf okkar og heilsu.

 

Langvarandi streita getur birst á ólíkan hátt, s.s.:

  • Verkir í líkamanum, svefntruflanir, pirringur eða gleymska.

  • Þreyta, lítill drifkraftur, áhugaleysi eða vanmáttur.

  • Óróleiki, einbeitingarskortur eða leiði án sýnilegrar ástæðu.

 

En þetta þarf ekki að vera svona!

 

Streitustjórnun

Góð streitustjórnun er lykillinn að betra jafnvægi, meiri orku og bættum lífsgæðum. Með einföldum aðferðum og verkfærum getur þú umbreytt lífi þínu og upplifað meiri stjórn á eigin lífi.

 

Með því að tileinka þér streitustjórnun getur þú:

✅ Fyrirbyggt eða dregið úr áhrifum streitu.

✅ Öðlast færni til að takast betur á við krefjandi aðstæður.

✅ Skapað varanlegar breytingar sem bæta lífsgæði þín til framtíðar.


 

Þú átt skilið gott líf

Á streita.is finnur þú upplýsingar og lausnir til að vinna úr streitu og finna jafnvægið á ný. Þar getur þú einnig kynnt þér þá persónulegu aðstoð sem við bjóðum upp á s.s. streituráðgjöf og einstaklings streitunámkeið sem er sambland af fræðslu, ráðgjöf, streitulosun, markmiðasetningu og markþjálfun. Þú getur einnig haft samband beint í gegnum streita@streita.is fyrir persónulega aðstoð eða pantað símtal til að ræða þína streitu, hvernig hún birtist og hvort lausnir okkar henti þér.

 

Gerðu 2025 að þínu ári! Árinu þar sem þú tekur stjórn á streitunni og vinnur markvisst að betri lífsgæðum og meiri vellíðan.

  

Gleðilegt nýtt og streitulaust ár



 
 
 

Comments


Commenting on this post isn't available anymore. Contact the site owner for more info.

Streita og streitustjórnun

Stórhöfða 21, 2. hæð

110 Reykjavík

Sími: 778-0775 

Netfang: streita@streita.is

  • Facebook
  • Instagram
  • LinkedIn

Streita.is © 2024  |  Allur réttur áskilinn

BE Ráðgjöf ehf., kt: 631121-0710, VSK númer: 143045

bottom of page