top of page
Search

Hvernig streita hefur áhrif á heilann og hvers vegna það skiptir máli.

Updated: Nov 27, 2024


ree

Streita er meira en bara óþægileg tilfinning - hún hefur mikil áhrif á heilann og þar með einnig á hegðun okkar og sambönd. Við langvarandi streitu verður „óttamiðstöðin“ í heilanum (amygdala) ofvirk sem veldur aukinni losun streituhormóna og breytingum á því hvernig heili okkar virkar. Þetta kemur m.a. fram í:


  1. Minnistruflunum: Langvarandi streita og endalaust kortisólbað hefur áhrif á þann hluta heilans sem tengist minni og getunni til að læra. Þess vegna getur verið erfitt að muna smáatriði eða læra nýja hluti þegar við erum undir stöðugu álagi og streitu.


  2. Minni samkennd: Streita hefur einnig dempandi áhrif á þann hluta heilans sem hjálpar okkur að skilja og tengjast öðru fólki. Við það eigum við erfiðara með að setja okkur í spor annarra og höfum við tilhneigingu til að sýna minni umhyggjusemi og samkennd.


  3. Meiri pirringi og óþolinmæði: Streita hefur jafnframt áhrif á getuna til að stjórna tilfinningum okkar. Það getur leitt til meiri pirrings og óþolinmæði sem síðan hefur áhrif á getu okkar til að vinna með öðrum og viðhalda góðum samskiptum.



Þú getur verndað þig gegn skaðlegum áhrifum streitu.

Skilningur er grunnur að öllum breytingum og þegar við áttum okkur á þessum neikvæðu áhrifum sem streitan hefur á heilann skiljum við einnig mikilvægi þess að ná að stjórna streitunni fyrir okkar eigin velferð, ímynd okkar og getu til að vina með öðrum.


Láttu ekki streitu skaða heilsu þína, sambönd eða lífsgæði. Lærðu að tækla streituna til að vernda heilann, bæta samskipti og öðlast betra líf.


Fyrir spurningar, streituráðgjöf, streitumarkþjálfun og leiðir til að forðast streitu til framtíðar, sendu mér fyrirspurn á streita@streita.is


Image: starline on Freepik

 
 
 

Comments


Streita og streitustjórnun

Stórhöfða 21, 2. hæð

110 Reykjavík

Sími: 778-0775 

Netfang: streita@streita.is

  • Facebook
  • Instagram
  • LinkedIn

Streita.is © 2024  |  Allur réttur áskilinn

BE Ráðgjöf ehf., kt: 631121-0710, VSK númer: 143045

bottom of page