Hlátur, …frábær leið til að draga úr streitu!
- Bára Einarsdóttir
- Nov 8, 2024
- 1 min read
Hefur þú einhvern tímann spáð í hve miklu gott hláturskast getur breytt? Ekki aðeins er það rosalega skemmtilegt heldur hefur það einnig djúpstæð lífeðlisfræðileg áhrif sem hjálpa líkamanum að losa um streitu og endurnýja orkuna okkar.
Þegar við hlæjum framleiðir líkaminn gleðihormóna eins og endorfín, dópamín og serótónín sem virka sem öflugt mótvægi gegn streituhormónum og gerbreyta hugarástandi okkar til hins betra. Hlátur virkjar þannig bæði líkamann og hugann í að vinna gegn streitu og bætir líðan okkar svo um munar.
Hlátur og gleði hjálpa okkur einnig að sjá aðstæður okkar í bjartara ljósi og auðvelda okkur að takast á við streituvaldandi verkefni af mun meiri jákvæðni. Á vinnustað hjálpa hlátur og jákvætt andrúmsloft síðan til við bæta samskipti, efla liðsheild og stuðlað að aukinni vellíðan og bættri frammistöðu.
Finndu gleðina og legðu þig fram um að hlæja á hverjum degi. Það er einföld leið til streitulosunnar og hefur mikil áhrif á andlega líðan þína og sýn þína á lífið.

Mynd: freepik.com







Comments