Ertu orðin „human doing“ frekar en „human-being“?
- Bára Einarsdóttir
- Sep 18, 2024
- 2 min read

Þegar þú ert alltaf í vinnunni og lífið er orðið einn gátlisti yfir allt sem þú átt eftir að gera og hugsanir þínar snúast stöðugt um ókláruð verkefni, næstu markmið, að keyra áfram áætlanir og að ná áþreifanlegum árangri, þá er komin tími til að staldra við. Spurðu þig „er líf mitt í jafnvægi“, „sé ég vini mína“, er ég að gera það sem mig langar til“ og „hvenær átti ég síðast almennilegan „tíma fyrir mig“.
Í asanum alla daga tekur maður oft ekki eftir streitunni sem er að narta í mann, hún er svo algeng að hún er orðin norm. Við áttum okkur ekki á streitueinkennunum því þau hafa verið viðvarandi í svo langan tíma að við höldum að þetta sé eðlilegt ástand.
Staðreyndin er að streitan hefur tilhneigingu til að safnast upp og með tímanum tekur hún toll. Ef þú lifir í stöðugri streitu er það ekki spurning um hvort heldur hvenær dropinn fyllir mælinn. Líkaminn er gerður til þess að taka á skyndilegu álagi og álagi til skamms tíma, hann þarf hins vegar sína endurheimt alveg eins og vöðvar eftir æfingu.
Ekki láta streituna ná tökum á þér, það er til fullt af góðum aðferðum og verkfærum sem þú getur nýtt þér dagsdaglega sem mótvægi við streitu. Leiðir sem láta þér líða miklu betur og hjálpa þér til að takast á við krefjandi vinnuaðstæður.
Þetta er ekki annað hvort eða og þú þarft ekki að bugast af streitu til að taka skrefið og læra að vinna með streituna þína og halda henni niðri. Raunar er mun betra og einfaldara að stíga inn og taka á þessu áður en að bugun kemur.
Árangur streitumarkþjálfunar:
Þú kemst í jafnvægi á ný.
Þú lærir að þekkja streitueinkennin þín og hvað þau þýða.
Þú lærir að skilja streituvalda þína og hvernig má vinna úr þeim.
Þú öðlast verkfæri og færni til að takast á við streitu.
Þú nærð tökum á streitustjórnun til framtíðar.
Láttu ekki streituna spilla fyrir þér, þér getur liðið svo miklu betur.
Sendu mér skilaboð eða skrifaðu mér á streita@streita.is og fáðu skuldbindingarlaust símtal við mig.







Comments