Er til quick-fix við streitu?
- Bára Einarsdóttir
- Sep 18, 2024
- 1 min read

Af öllu því sem þú getur gert til að öðlast betra líf er streitustjórnun líklegast með því mikilvægasta. Hvers vegna? Streitan er svo lúmsk og svo stór partur af daglegu lífi okkar að við áttum okkur ekki á því hve stressuð við erum. Stöðug streita er jafnvel orðin norm og við höldum að líðan okkar sé eðlileg, að öllum líði svona - svo er hins vegar ekki. Að lifa í stöðugu álagi og streitu er hvorki eðlilegt né heilbrigt og það sem verra er, það tekur mikinn toll af okkur.
Viðvarandi streita skerðir lífsgæði okkar og ýtir undir alls kyns álagstengd óþægindi og sjúkdóma. Þá skiptir engu hvaða mataræði þú fylgir, hversu mikið þú hreyfir þig eða hvaða fæðubótarefni þú tekur, ef þér tekst ekki að stjórna álagi þínu verður líf þitt ekki í jafnvægi.
Það er því miður ekkert „quick-fix“ við streitu og engin ein aðferð sem virkar fyrir alla, það þarf alltaf að taka mið af aðstæðum hvers og eins. Það er hins vegar til fullt af góðum leiðum og heilbrigðum aðferðum þú getur lært og stuðst við til að ná betra jafnvægi og stjórn á lífi þínu og það er ekki eins erfitt og þú heldur.
Náðu tökum á streitunni áður en hún nært tökum á þér, það skiptir sköpum fyrir lífsgæði þín og vellíðan.
Fyrir streituráðgjöf eða streitumarkþjálfun, sendu mér skilaboð eða skrifaðu mér á bara@baraeinars.is Einnig ef þú hefur spurningar um streitu, streitustjórnun og vilt læra leiðir til að forðast streitu.







Comments