Er streita alltaf slæm?
- Bára Einarsdóttir
- Oct 22, 2024
- 2 min read
Updated: Oct 23, 2024

Þegar við hugsum um streitu, tengjum við hana oftast við neikvæð áhrif á heilsuna. En í raun er streita alls ekki alltaf slæm og getur verið mjög jákvæð og gagnleg í réttum skömmtum.
Við verðum alltaf að hafa í huga að streita er eðlilegt náttúrulegt viðbragð líkamans við ógn, áskorunum eða áreiti. Hún getur hjálpað okkur að bregðast við aðstæðum og veitt okkur kraft og árvekni til að takast á við verkefnin okkar. Kostir streitu geta verið:
Hvatning – Streita getur virkað sem hvati til að ná árangri, hvort sem það er í vinnu eða persónulegu lífi. Hún hjálpar okkur að leggja okkur fram og einbeita okkur betur.
Bætt frammistaða – Í ákveðnum aðstæðum getur streita undirbúið okkur fyrir aðgerðir og hjálpað okkur að ná hámarksafköstum, t.d. þegar við keppum í íþróttum eða vinnum að mikilvægum verkefnum.
Aukin einbeiting – Streita getur bætt athygli okkar og árvekni og hjálpað okkur að vera skarpari og einbeittari þegar við stöndum frammi fyrir krefjandi aðstæðum.
Aukin aðlögunarhæfni – Streita getur hjálpa okkur að aðlagast nýjum aðstæðum og byggja upp seiglu til að takast á við framtíðaráskoranir.
Aukin persónulegur vöxtur og þroski - Að takast á við streitu er dýrmætur lærdómur. Þegar við finnum að við ráðum við streituvaldandi aðstæður byggjum við upp seiglu og lærum hvernig við getum tekist á við erfiðleika í framtíðinni. Þannig getur streita eflt sjálfstraust okkar og trú á eigin getu til að takast á við framtíðaráskoranir.
Við munum aldrei geta útrýmt streitu en við getum látið hana vinna með okkur. Þess vegna er svo mikilvægt að við lærum að stjórna streitunni og nýtum okkur hana á jákvæðan hátt, þá verður hún okkur hvati til framfara og vaxtar í stað þess að vera hindrun sem dregur úr lífsgæðum okkar og vellíðan.







Comments