top of page
Search

Er hægt að verjast streitu?

ree

Streituviðbragðið, sem er hluti af varnarkerfi líkamans, er alveg frábært kerfi sem sér til þess að líkaminn losar út streituhormóna okkur til varnar um leið og heilinn skynjar einhverja ógn. Viðbragð sem gerist á sekúndubroti og undirbýr okkur undir að tækla aðstæður, þ.e. „að berjast eða flýja“. Þegar ógnin svo er liðin hjá á líkaminn að öllu jöfnu að fara aftur í eðlilegt og afslappað ástand en því miður er það ekki alltaf svo. Kröfur, væntingar og álag nútímans gera það að verkum að viðvörunarkerfi sumra slokknar sjaldan og streituhormónar hlaðast upp í líkamanaum.


Til lengri tíma litið hefur þessi uppsafnaða streita hins vegar mjög neikvæð áhrif á líðan okkar og heilsu. Þess vegna er svo mikilvægt að kunna að tækla daglegt álag og amstur, allt þetta smáa hversdagslega álag (tímapressa, umferðin, börnin, erfið samskipti, frammistöðukröfur, teygð markmið o.s.frv.) sem líkaminn upplifir alla daga sem ógn og hvetur því til stanslausrar framleiðslu streituhormóna.


Streitustjórnun snýst um að skilja streituvalda þína, hvaða áhrif þeir hafa og hvernig best er að vinna gegn þeim. Hún snýst um að þekkja streitueinkenni þín og að nýta einfaldar aðferðir og verkfæri til að tækla daginn betur. Þú lærir að takast á við streituvaldandi aðstæður, að virkja sefkerfið (kerfið sem vinnur gegn streitunni) og endurstilla viðvörunarkerfi líkamans.


Láttu ekki streitu skaða heilsu þína, sambönd eða lífsgæði. Lærðu að tækla streituna til að öðlast betra líf.


Fyrir spurningar, streituráðgjöf, streitumarkþjálfun, úrvinnslu streitu og leiðir til að forðast streitu til framtíðar, sendu mér fyrirspurn á streita@streita.is.

 
 
 

Comments


Streita og streitustjórnun

Stórhöfða 21, 2. hæð

110 Reykjavík

Sími: 778-0775 

Netfang: streita@streita.is

  • Facebook
  • Instagram
  • LinkedIn

Streita.is © 2024  |  Allur réttur áskilinn

BE Ráðgjöf ehf., kt: 631121-0710, VSK númer: 143045

bottom of page